HÓTEL HÚSAFELL

Hönnun

Sígild hönnun í sátt við umhverfið eru einkunnarorð hönnuða Hótel Húsafells.

Staðsetning

Hótel Húsafell er í aðeins 1,5 klst. akstursfjarlægð frá Reykjavík.

Umhverfi

Upplifðu óviðjafnanleg ævintýri á milli hrauns og jökla í einstakri náttúruperlu.

Sígild hönnun í sátt við umhverfið eru einkunnarorð hönnuða Hótel Húsafells.

Hótel Húsafell er í aðeins 1,5 klst. akstursfjarlægð frá Reykjavík.

Upplifðu óviðjafnanleg ævintýri á milli hrauns og jökla í einstakri náttúruperlu.

Deluxe herbergi
Deluxe
Hótel Húsafell býður upp á sex 28m² lúxusherbergi sem búin eru öllum þægindum. Á hverju herbergi er rúmgott baðherbergi ...
Nánar
Bóka
Herbergi
Standard
Á hótel Húsafelli er að finna 30 herbergi af stærðinni 22m². Í herbergjunum er hjónarúm en einnig er hægt ...
Nánar
Bóka
Afþreying
Afþreying
Gönguleiðir
Húsafell skartar mörgum af fegurstu perlum íslenskrar ...
Afþreying
Dagsferðir
Hefur þig alltaf dreymt um að klífa ...
Afþreying
Íshellir
Ísgöngin í Langjökli er einstakt ...
Sjá fleiri
Sundlaug
Heilun
Slökun
Endurnýjun
Sjá fleiri

Fréttir

Afþreying sumarið 2016 á Hótel Húsafelli

Hótel Húsafell er paradís fyrir fjölskyldur og einstaklinga sem vilja fá hvíld frá daglegu amstri en á sama tíma hafa nóg af afþreyingu að velja úr.

Golfvöllur Húsafells
Glæsilegur og alltaf vinsæll, spilaðar eru 9 holur á vellinum.
Daggjald fullorðnir/börn yngri en 14 ára: 4.200/2.200. 
Golfsett daggjald í leigu: 6.500.-
Golfkúlur 1190.- 3stk/pk T-pakki 500kr.-

Fjallahjól
Til leigu eru fyrsta flokks Specialized fjallahjól. Umhverfi Húsafells er tilvalið fyrir hjólreiðafólk. Hægt er að hjóla í áttina að Arnarvatnsheiði eða Kaldadal sem eru fjallavegir í nágrenninu.
Verð: 4500.- fyrir 4 klukkustundir.

Sundlaug Húsafells
Innifalið í gistingu á Hótel Húsafelli er aðgangur að sundlaug Húsafells.

Íshellirinn Langjökli.
Starfsfólk Hótel Húsafells getur bókað ferðir í íshellinn víðfræga í Langjökli. 
Verð fullorðnir/börn 12-15ára: 19.500/9750

Víðgelmir
Einn stærsti hraunhellir í Evrópu.
Explorer tour verð: 6.500.- 1,5klst
Master tour verð: 14.900.- 4klst

Hólmavatn
Fyrir þá einstaklinga sem er áhugasamir um veiði þá er hægt að veiða í Hólmavatni. Hólmavatn er í Hvítársíðuhreppi, nálægt Fljótstungu sem er í um 15 mínútna akstursfjarlægð frá Húsafelli. Þar er mest megnis að finna bleikju, aðeins minna um urriða.

Gönguferðir
Að lokum er ómissandi að fara í göngu um svæðið en þar er náttúrufegurð mikil. Þá eru góðir kostir að labba inn Bæjargilið, upp að gestabók á Bæjarfellinu, inn Selgil eða í Oddana. Einnig er alltaf gaman að kíkja niður við Hraunfossa. Fyrir snjallsímaeigendur er hægt að sækja sér appið Wikiloc og þar hefur fjölmörgum gönguleiðum verið hlaðið inn.

Myndin er tekin í Bæjargili, af ljósmyndurum DiscoverEarth instagram.

EM á Hótel Húsafelli

Eins og flestum landsmönnum er kunnugt þá stendur nú yfir Evrópumeistaramótið í fótbolta. Að sjálfsögðu verður hægt að fylgjast með leikjum mótsins á Hótel Húsafelli. 

Leikirnir verða sýndir með skjávarpa í salnum Mosa og við tökum við borðapöntunum í síma 435-1551.

Svo er ekki seinna vænna en að panta fyrir næstu leiki. Allir leikir EM vera sýndir bæði á Hótel Húsafelli og Húsafelli Bistró. Nauðsynlegt er að panta borð á hótelinu, fyrstur kemur fyrstur fær gildir á Bístróinu.
ÁFRAM ÍSLAND!