Gönguleiðir

Húsafell skartar mörgum af fegurstu afbrigðum íslenskrar náttúru sem gerir gönguferðir að dásamlegri upplifun og má kalla draumaland göngumannsins.

‍Séð yfir Hvítá, Odda, Tungu og Eiríksjökul.
‍Séð yfir Norðlingafljót, Tungu og Ok.

Allt um kring eru heillandi gönguleiðir, þar sem alltaf ber eitthvað nýtt fyrir augu. Þéttir skógar, hraunmyndanir, kristaltærar uppsprettur, stórbrotin gil, jöklar, hvítfyssandi jökulár auk merkra fornminja og annarra mannvistarleifa. Margar gönguleiðir eru í boði, hægt er að velja styttri og lengri leiðir allt eftir getu og vilja göngugarpa.

Niðurhal:

Bæklingur Gönguleiðir á Húsafelli
Walking routes in Húsafell

Hafið samband við starfsfólk Hótel Húsafells fyrir ítarlegri upplýsingar.

Senda fyrirspurn
Skipulagðar ferðir
mánuður
dagur